Toppatrítl 2007

#

Dagsetning

Áfangastaður
#111
11. apríl
Almenningur. Gengið um hraunið sunnan Hafnarfjarðar og litið við í gömlum seljum. Vörðubrotum fylgt eftir bestu getu. 2-3 tímar, 4-6 km.
#112
18. apríl

Miðdegishnúkur á Sveifluhálsi. Þennan hnúk var ákveðið að geyma eftir ferð #107 í fyrra. Prjónað við eftir þörfum. 2-3 tímar, 5-6 km.

#113
25. apríl
Seljadalur. Farið á slóðir gamla Þingvallavegarins. 3-4 tímar, 6-8 km.
#114

2. maí

Grafardalur. Dalur sunnan til í Esju, við hliðina á Kistufelli. Athugað með uppgönguleið og látið ráðast með framhaldið. 4 tímar, 7-8 km.

#115
9. maí
Hraunsels-Vatnsfell. Gengið suður með Núpshlíðarhálsi og yfir Afstapahraun. 4-5 tímar, 9-10 km.
#116
16. maí
Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Gengið upp Vatnshlíðarhorn og síðan þrammað eftir helluhrauni að eldborginni. Smekklega löguð, en þarf að hafa pínu lítið fyrir því að komast þangað. 5 tímar, 12-14 km.
#117
23. maí
Heimarhögg. Einn af tindum, hnúkum, útfjöllum Esju. Smá fjallganga. 4-5 tímar, 6-7 km.
#118
30. maí
Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum. Áður fyrr var unninn þarna brennisteinn handa kónginum. 4-5 tímar, 12-13 km.

 

Ferðir fyrri ára