Toppatrítl 2009

#

Dagsetning

Áfangastaður
#128
15. apríl
Snókafell. Eitt af þessum fjöllum sem hverfa nánast í landslagið á Reykjanesinu. Er hvorki hátt né erfitt uppgöngu en fjall þó. 3 tímar, 6 - 7 km.
#129
22. apríl

Selfjall og Sandfell. Gengið milli hrauns og hlíða upp með Selfjalli að Sandfelli. Gengið á Sandfell. 3 - 4 tímar, 8 - 9 km.

#130
29. apríl

Sauðadalahnúkar. Hnúkar fyrir norðan Ólafsskarð í Jósepsdal. Dágott útsýni af þeim. Nokkuð brattir uppgöngu. 3 - 4 tímar, 5 - 6 km.

#131

6. maí

Sveifluháls - Stapatindar og Hellutindar. Gríðalega gaman að stikla eftir þessum tindum. Gott útsýni til austurs og vesturs. 8 - 9 km., 3 - 4 tímar

#132
13. maí
Hvirfill og Mígandisgróf. Hvirfill er hæsti punkturinn á Lönguhlíð og Mígandisgróf er sérkennileg hvilft með lítilli tjörn í botninum. Farið um gil upp á Lönguhlíð. 8 - 9 km., 4 tímar.
#133
20. maí
Trana. Bakatil í Esjunni handan Móskarðshnúka. 11 - 12 km., 4 - 5 tímar.
#134
27. maí
Gamli Þingvallavegurinn - Miðjan. Þetta labb verður svona eins og rúðuþurkuauglýsingin, fram og til baka, fram og til baka. Nokkur akstur eftir línuvegi inn á Mosfellsheiði. 8-9 km, 4 tímar.
#135
3. júní
Móskarðshnúkar. Hnúkarnir sem eru austast í Esjunni. Þaktir ljósu líparítil, þ.a. það er eins og það sé alltaf sól þarna. Allir hnúkarnir teknir. 9 - 10 km, 4 - 5 tímar.
#136
10. júní
Búrfell, Húsfell og Helgafell. Fellasyrpa í lokin í uppsveitum Hafnarfjarðar. 11 - 12 km. 4 - 5 tímar.

 

Ferðir fyrri ára