Toppatrítl 2010

#

Dagsetning

Áfangastaður
#137
14. apríl
Hvaleyrarvatn - Kaldársel. Gengið frá suðurenda Hvaleyrarvatns, suður fyrir Stórhöfða og þar milli hrauns og hlíða upp í Kaldársel. Til baka um Kjóadal að Hvaleyrarvatni. 3 tímar, 8 km
#138
21. apríl

Drumbur - Krýsuvíkur-Mælifell. Syðri endinn á Sveifluhálsi. Gengið á Drumb og þaðan þvert yfir hálsinn og suður með honum á Krýsuvíkur-Mælifell. 3 tímar, 9 km

#139
28. apríl

Ölkelduháls - Reykjadalur - Dalafell. Gengið suður fyrir Ölkelduhnúk, niður Klambragil og eftir Reykjadal. Farið yfir Reykjadalsá og upp á Dalafell (347 m.y.s.). 4 tímar, 7 km

#140

5. maí

Húsmúli - Sleggja - Engidalur. Gengið upp Húsmúla frá virkjunarsvæðinu og upp á gönguleiðina eftir Sleggju. Haldið þaðan niður í Engidal eftir nokkuð bratrri leið og svo fyrir Húsmúla til baka. 4-5 tímar, 13 km

#141
12. maí
Litli-Skolli - Skolli - Skollagróf. Haldið austur í Grafning og gengið um gróðursælt kjarrlendi, móa og mela. 4 tímar, 11 km
#142
19. maí
Þórnýjartindur. Einn af tindunum (648 m.y.s) hinu megin í Esju. Gengið upp úr Eilífsdal á tindinn og inn eftir brúnum Elífsdals inn fyrir s.k. Hrafnagil. Þar verður farið niður og ef aðstæður leyfa gengið eftir kindagötum um gilið. 4-5 tímar, 7-8 km
#143
26. maí
Hrómundartindur - Tindagil. Farið frá Ölkelduhálsi og upp á Hrómundartind (561 m.y.s). Gengið eftir honum endilöngum og er víða er snarbratt niður. Farið austur fyrir Hrómundartind til baka og upp Tindagil. 4 tímar, 10 km
#144
2. júní
Vatnshlíð - Hvammahraun - Vatnshlíðarhorn. Ofan úr Brennisteinsfjöllum hafa runnið víðáttumikil hraun í allar áttir. Eitt þeirra kemur niður að Kleifarvatni austanverðu. Gengið suður með bökkum Kleifarvatns að Hvammahrauni og hraunbrúninni fylgt í norður þangað sem það fellur í Fagradal. Komið niður Vatnshlíðarhorn. 5 tímar, 13 km
#145
9. júní
Skeggi. Hæsti tindurinn á Henglinum (805 m.y.s). Gengið eftir Kýrdalshrygg og komið upp á Hengilinn milli Nesjavallaskyggnis og Skeggja. Gengið vesturátt upp á Skeggja. Farið niður í Skeggjadal á bakaleiðinni. 4-5 tímar 9 km
#146
16. júní
Kistufell í Brennisteinsfjöllum. Frekar löng ganga. Gengið upp Grindarskörð og svo suðvestur eftir Brennisteinsfjöllunum að Kistufelli (527 m.y.s) þar sem leynist gríðarmikið náttúrusmíð. 5-6 tímar, 16-17 km

 

Ferðir fyrri ára