Toppatrítl 2011

#

Dagsetning

Áfangastaður
#147
6. apríl
Hraunin. Gengið með ströndinni í Hraunum fyrir sunnan Straumsvík og út að Lónakotsvatnagörðum. 3 tímar, 6-7 km.
#148
13. apríl

Hafravatn - Bjarnarvatn - Borgarvatn. Þriggja vatna ferð um uppsveitir Mosfellsbæjar. 3-4 tímar, 7-8 km.

#149
27. apríl

Víti. Þar sem hraun fellur fram af brekkurbrún, þar er hraunfoss. Spennandi fyrirbæri fyrir sunnan og austan Kleifarvatn. 4-5 tímar, 9-10 km,

#150

4. maí

Húsmúli-Sleggja. Lágt fell áfast Henglinum að vestan. Gengið upp múlann og upp á gönguleiðina eftir Sleggju. Niður Húsmúla og að Draugatjörn. 3-4 tímar, 7-8 km.

#151
11. maí
Keilir. Auðþekkt fjall og vinsælt uppgöngu. Stendur eitt og sér og rís um um 180 m. yfir umhverfið. 4 tímar, 8 km.
#152
18. maí
Fuglafriðlandið í Flóa. Gengið um friðlandið í Flóagaflshverfi, skammt frá Eyrarbakka, með leiðsögn fuglafræðings.
#153
25. maí
Kerhólakambur. Ein af mörgum uppgönguleiðum á Esju er á Kerhólakamb (851 m.y.s). Á leiðinni eru tvær brekkur, upp og svo alveg upp. 4-5 tímar,
#154
1. júní
Hátindur. Slóðir Jóru tröllkonu í Grafningnum við Þingvallavatn. 3-4 tímar, 5-6 km.
#155
8. júní
Þórnýjartindur. Einn af tindunum (648 m.y.s) hinu megin í Esju. Gengið upp úr Eilífsdal á tindinn og inn eftir brúnum Elífsdals inn fyrir s.k. Hrafnagil. Þar verður farið niður og ef aðstæður leyfa gengið eftir kindagötum um gilið. 4-5 tímar, 8-9 km
#156
15. júní
Trölladyngja - Sog - Grænadyngja. Standa hlið við hlið suður við Höskuldarvelli. Komið við í Sogum. 4 tímar, 7-8 km.

 

Ferðir fyrri ára