Toppatrítl 2013

#

Dagsetning

Áfangastaður
#167
10. apríl
Undirhlíðar-Háuhnúkar-Breiðdalur. Undirhlíðarnar á milli Bláfjallavegar og Krísuvíkurvegar. 6 km, 2-3 tímar.
#168
17. apríl

Reykjafell við Hveradali. Uppgjafa skíðasvæði. Gengið umhverfis Stóradal og toppar þræddir. 5 km, 3 klst.

#169
24. apríl

Sveifluháls-Hellutindar. Nyrsti hluti Sveifluháls. Gengið úr Vatnsskarði og hálsinn þræddur að Hellutindum. 7 km, 3-4 tímar.

#170

1. maí

Stórihrútur v/Fagradalsfjall. Gengið eftir Langahrygg upp á Stórahrút. Til baka niður í Nátthaga. 8 km, 4-5 tímar.

#171
8. maí
Geitafell. Bak við Bláfjöll við Þrengslaveginn. 11 km, 4-5 tímar.
#172
15. maí
Selatangar. Gömul verstöð niðri við sjó. 9-10 km, 4-5 tímar.
#173
22. maí
Skálafell á Hellisheiði. Fjall sem ekki lætur mikið yfir sér af því er mjög glæsilegt útsýni yfir Ölfusið. 7 km, 3-4 tímar.
#174
29. maí
Vífilsfell frá Bláfjallavegi. Gengið upp Vífilfellshlíð og komið að Vífilsfellinu úr suðri. 7 km. 4-5 tímar.
#175
5. júní
Hjólaferð - Umhverfis Hlíðarvatn. Fákunum sleppt lausum við Sýslumarkastein og hjólað eftir gamla veginum umhverfis Hlíðarvatn og inn á Suðurstrandarveg. Ef tími vinnst til má skjótast niður í Selvog. 27 km, 4-5 tímar.
#176
12. júní
Litla-Kóngsfell - Stórkonugjá. Gengið upp í Grindarskörð að Litla-Kóngsfelli og Stórkonugjá. 10 km, 4-5 tímar.

 

Ferðir fyrri ára