Toppatrítl 2014

#

Dagsetning

Áfangastaður
#177
2. apríl
Undir hlíðum Helgafells og Undirhlíða. Gengið austur fyrir Helgafell, niður í Stóra-Skógarhvamm og meðfram Undirhlíðum. 8 km, 3 tímar.
#178
9. apríl
Rjúpnadalir - Sandfell - Rjúpnadalahnúkar. Gengið frá Bláfjallaveginum um Rjúpnadali og upp á Sandfell og yfir Rjúpnadalahnúka. 8 km, 3-4 tímar.
#179
16. apríl
Flatafell og Helgufoss. Farið frá Gljúfrasteini yfir Köldukvísl upp á Flatafell og niður að Helgufossi. 9 km, 3-4 tímar.
#180

23. apríl

Umhverfis Geitafell. Það er allt öðruvísi að ganga kringum fjall en upp á það. 13 km, 4 tímar.
#181
30. apríl
Draumadalagil - Draumadalur. Eitt af fjölmörgum giljum í Bláfjöllum. Í Draumadal var Himnaríki galvaskra skíðamanna um miðja 20. öldina. 8 km, 4 tímar.
#182
7. maí
Lakahnúkar - Stóra-Sandfell. Lagt upp frá Hveradölum og gengið yfir að Lakahnúkum sem liggja við rætur Hellisheiðar. Þaðan farið á Stóra-Sandfell. 8 km, 3-4 tímar.
#183
14. maí
Kerlingahnúkur í Bláfjöllum. Gengið upp frá Eldborgargili upp á Hákoll og þaðan austur fyrir Bláfjallahrygginn yfir á Kerlingarhúk. 6 km, 3-4 tímar.
#184
21. maí
Fagradalsfjall-Kast-Borgarfjall. Gengið frá minni Drykkjarsteinsdals, yfir Nátthagakrika að Kasti. Farið upp á það og gengið yfir á Borgarfjall. 10 km, 4-5 tímar.
#185
28. maí
Múli - Svínaskarð. Gengið upp frá sumarhúsabyggðinni efst í Kjósinni, inn Svínadal og upp brattan Múla. Gengið niður á veginn yfir Svínaskarð til baka. 10 km, 4-5 tímar.
#186
4. júní
Stóröxl. Gengið frá Stíflisdal upp Nónás yfir á Stóröxl. Þaðan niður á Selflatir að Þórufossi í Laxá. 7 km, 3 tímar.
#187
11. júní
Heiðartoppur og Eystri-Hvalhnúkur. Strollað upp á Heiðartopp á Heiðin-há og þaðan vestur á Eystri-Hvalhnúk. 12 km. 4-5 tímar.
#188
18. júní
Hjólaferð-Vatnsleysustrandarvegur. Hjólað úr Hvassahrauni, eftir Vatnsleysuvegi að Vogum. Áð í skrúðgarðinum í Vogum áður en hjólað verður sömu leið til baka. 32 km, 4 tímar.
#189
25. júní
Vörðufell í Brennisteinsfjöllum. Farið frá Suðurstrandarvegi upp Fálkageiraskarð og þrætt milli hrauns og hlíða að Vörðufelli sem stendur upp úr hraunhafinu. Komið við á Sandfelli í bakaleiðinni. 11 km, 4-5 tímar

 

Ferðir fyrri ára