Toppatrítl 2015

#

Dagsetning

Áfangastaður
#190
1. apríl
Upp fyrir Undirhlíðar og niður fyrir. Gengið frá Kaldárseli, upp fyrir Undirhlíðar og suður með þeim að háspennulínu sem kemur þvert á hlíðarnar. Þar er farið niður og gengið norður með Undirhlíðunum til baka. 5 km, 2-3 tímar.
#191
8. apríl
Stóra-Skógfell. Úti í miðju hrauni, fyrir norðan Grindavík er Stóra-Skógfell. Gengið að því, upp á það og meðfram því. 5 km., 3 tímar.
#192
15. apríl
Torfadalshryggur. Gengið upp úr Þormóðsdal og upp á Torfadalshrygg. Niður Seldal til baka. 5. km. 3 tímar.
#193

31. maí

Eldvörp. Löng og mikil gígaröð fyrir sunnan Bláa Lónið. Gengið á Sandfellshæð og þaðan inn á Prestastíg, að Rauðhól og svo norður með Eldvörpum. 10 km, 4-5 tímar.
#194
29. apríl
Stóri-Meitill. Farið upp úr Stórahvammi og á Milli Meitla og þaðan upp á Stóra-Meitil. Gengið umhverfis gíginn og niður aftur. 7 km, 4 tímar.
#195
6. maí
Sandfell - í Grafningi. Rís upp fyrir Hagavík við Þingvallavatn. Gengið upp, yfir og niður í Löngugróf og að Ölfusvatnsárgljúfrum. 7 km, 4 tímar.
#196
13. maí
Fagradalsfjall - Langhóll. Gengið inn Nátthaga upp á Fagradalsfjall og norður eftir því að Langhól og litið á flugvélaflak. 9-10 km, 4-5 tímar.
#197
20. maí
Ketilstígur. Gengið frá Hofmannaflöt suður með Sveifluhálsi þangað sem Ketilstígur liggur yfir hálsinn. Stígnum fylgt að Arnarvatni og síðan gengið norður Sveifluhálsinn til baka. 7 km, 3-4 tímar.
#198
27. maí
Kýrgil. Gengið frá Ölkelduhálsi á Kýrgilshnúk og niður eða niður með Kýrgili. Bullandi hverasvæði og litadýrð. 5 km, 4 tímar.
#199
3. júní
Skeggi. Gengið eftir Kýrdalshrygg upp á Hengilinn og þaðan á Skeggja. Af Skeggja er svo gengið áleiðis niður í Skeggjadal. 7 km, 4-5 tímar.
#200
10. júní
Hjólaferð - Kjós eða Grímsnes. Veður verður látið ráða. 25 km, 5 tímar.

 

Ferðir fyrri ára