Júlí 2007 Strútsstígur MBA gangan 2007. Haldið áfram þar sem frá var horfið 2006 og Strútsstígur þrammaður.
Ágúst 2006 Herðubreið og Snæfell Strákaferð með strákahúmor á drottninguna Herðubreið og nágrannan hinumegin við Jökulsá á Fjöllum, Snæfell.
Júní 2006 Sveinstindur - Skælingar MBA gangan 2006. Slegist í för með fyrrverandi og núverandi MBA nemum við HR.
Maí 2005 Hvannadalshnjúkur Félagar úr Toppatrítli og Alpaklúbbi RB slógust í hóp frá Ferðafélagi Íslands á Hvannadalshnjúk á Hvítasunnunni. Þeir Bjarki, Þór, Ragnar, Ólafur og Karl náðu upp á hæsta tind Íslands kl. 14:10 að staðartíma eftir um 10 tíma göngu undir mjög svo ákveðinni fararstjórn Haraldar Arnar pólfara. Veðrið gat vart verið betra, sól, sól, og meiri sól og bjart til allra átta.
Apríl 2005 Eyjafjallajökull Leikurinn endurtekinn frá því í fyrra, en þá þurfti frá að hverfa. Sérvalið úrval úr Alpaklúbbi RB og Toppatrítli tók sig saman og réðist til uppgöngu á Eyjafjallajökul til að klára það sem frá var horfið. Þrátt fyrir lítið skyggni tókst köppunum að rekast á Goðastein í þokunni.
Maí 2004 Snæfellsjökull Fyrirsjáanlegt var að veðrið yrði of gott til að sitja heima. Var því brunað vestur á Snæfellsnes í bítið á Hvítasunnudag og gengið á Snæfellsjökul í blíðskapar drottins dýrðarinnar veðri. Í hópnum voru Bjarki, Alda, Ragnar og Alex.
Maí 2004 Eyjafjallajökull Alpaklúbbur RB á gerði atlögu að Eyjafjallajökli.Veður hamlaði för í 1350 metrum. Broddarnir hjá "Grivel genginu" svínvirkuðu
Mars 2004 Skarðsheiði Alpaklúbbur RB á Skarðsheiðinni í þokuskít í efra. Sól í neðra. Græjurnar prófaðar.
Nóvember 2003 Hekla RB menn og konur ásamt föruneyti lögðu á Heklu í hinu fegursta veðri.
Júní 2003 Eiríksjökull Gengið frá Strúti, yfir hraunið að rótum Eiríksjökuls og upp á stapann.
Október 2001 Kenýa og Úganda

Framhald af ferðinni á Kilimanjaro. Farið var um Kenýa og Úganda.

September 2001 Kilimanjaro

Myndir úr ferð Bjarka og Frímanns á hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, 5.895 m.y.s.

September 2001 Höfðabrekkuafréttur Jeppabrölt á góðviðrisdegi. Ekið upp í rúmlega 600 m.y.s og svamlað yfir Kerlingadalsá.