G÷ngufer­

Helgafell

Dagsetning

Miðvikudagur 21. apríl 1999

Vegalengd (ߊtlu­)

7 - 8 kílómetrar

TÝmi

(ߊtla­ur)

3 klst.

Sta­ur

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30 stundvíslega.

Lřsing

Í uppsveitum Hafnarfjarðar stendur fjall eitt gríðarlega mikið er Helgafell nefnist. Verður það næsti áfangastaður Toppatrítlara er hafnfirskt land verður lagt undir fót á morgun, miðvikudag 21. apríl, síðasta vetrardag. Lagt verður upp frá Kaldárseli og gengið sem leið liggur upp á Helgafell, þar sem spáð verður í útsýnið. Er Toppatrítlarar hafa fengið nóg af útsýninu verður haldið niður á við og gengið í kringum Valahnjúka og litið við í Valabóli og Músahelli.
Búast má við að þessi spotti verði um 7-8 km og taki upp undir þrjá tíma. Toppatrítlurum er bent á það að grípa með sér nesti til að hafa í mal sínum í þessari ferð.
Helgafellið er létt fjall til uppgöngu (338 m.y.s.) og fast undir fæti (tiltölulega) og ætti engum að vera ofraun að leggja það af velli. Stefnumótsstaðurinn að þessu sinni verður við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði kl. 18:30 stundvíslega, og þaðan verður ekið upp að Kaldárseli.

B˙na­ur

Nesti, góður fótabúnaður, skjólfatnaður og göngustafir.

Kort af

lei­inni

Ţmislegt

gagnlegt

Gagnlegir tenglar út og suður

Heimildir

SÚrkort - Su­vesturland, 1:100.000, LandmŠlingar ═slands.

K÷nnun ß sta­hßttum.

 

Til baka