G÷ngufer­

Esja - Kerhólakambur

Dagsetning

Miðvikudagur 24. maí 2000

Vegalengd (ߊtlu­)

6 kílómetrar

TÝmi

(ߊtla­ur)

4 klst.

Sta­ur

Select vi­ Vesturlandsveg (austanmegin)  kl. 18:30, stundvÝslega.

Lřsing

Nú verður haldið í átt til himna og rölt upp á Esjuna. Leiðin sem nú verður fyrir valinu er sú sem liggur upp á Kerhólakamb sem sperrir sig í 851 m.y.s. Fyrir þá sem hafa farið venjulegu leiðina upp á Þverfellshornið, 750 m.y.s., á Esjunni, þá er leiðin upp á Kerhólakambinn nokkuð brattari og farið heldur hærra upp. Gengið er upp frá gömlu malarnámi sem er dálítið austan við bæinn Esjuberg. Mastur með vindmæli og e-u tæknidóti er við veginn þar sem beygt er af Vesturlandsveginum upp í malarnámið. Gengið upp með ánni sem kemur úr Gljúfurdal, sem er nú eiginlega gil neðst, er fylgt inn í gilið og síðan er klöngrast upp úr því og upp á tungu sem er á milli tveggja gilja, Bolagils og Hestgils, og strikið síðan tekið upp á topp. Þessi leið er jafnbrött alla leiðina upp á Kambshornið en síðan tekur við smá brekka upp á Kambinn sjálfann. Ef vel viðrar er mjög gott útsýni í allar áttir af Kerhólakambinum og vel þess virði að kíkja þangað upp.

B˙na­ur

Nesti, góður fótabúnaður, skjólfatnaður og göngustafir.

Kort af

lei­inni

Ţmislegt

gagnlegt

Gagnlegir tenglar út og suður

Heimildir

SÚrkort - Su­vesturland, 1:100.000, LandmŠlingar ═slands.

Staðfræðikort 1:50.000 nr. 1613 III, Reykjavík, Landmælingar Íslands.

Gönguleiðir á Íslandi, 1. Suðvesturhornið, Einar Þ. Guðjohnsen.

Árbók FÍ 1985, Þættir um nágrenni Reykjavíkur.

K÷nnun ß sta­hßttum.

 

Til baka