G÷ngufer­

Sandfell

Dagsetning

11. júní 2003

Vegalengd (ߊtlu­)

6 km.

TÝmi

(ߊtla­ur)

4 klst.

Sta­ur

Bílastæðið fyrir sunnan Rauðavatn, kl. 18:30 stundvíslega

Lřsing

Ekið er sem leið liggur eftir Nesjavallaveginum austur í Grafning og austur eftir honum að Hagavík.
Sandfell (409 m.y.s) rís upp af Hagavík við sunnan vert Þingvallavatn. Eins og nafnið gefur til kynna er uppistaðan í því sandur og annað lauslegt steinkyns.
Lagt er á fjallið skammt fyrir austan Hagavíkina. Gengið er inn með Líktjarnarhálsi sem kendur er við Líktjörn sem ku nú vera fyrir löngu komin undir urð og grjót úr Sandfelli og sneitt upp á fjallshrygginn. Eftir honum er ekki svo ýkja brött ganga upp á topp.
Gengið er niður af fjallinu til suð-austurs fyrir ofan Löngugróf og að Þverá sem öðlast nafnbreytingu á þessum slóðum og kallast Ölfusvatnsá. Rennur hún þarna í fallegum gljúfrum sem kallast Ölfusvatnsgljúfur.
Eftir að hafa gengið spottakorn niður með gljúfrunum er haldið til baka um grasi grónar grundir, móa og mela, stokka og steina þangað sem gangan hófst.
Þetta er fjallganga með þónokkru labbi. Raunhækkun upp á Sandfell er um 260 metrar.

B˙na­ur

Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.

Kort af

lei­inni

Heimildir

Sérkort - Suðvesturland, 1:100.000, Landmælingar Íslands
Staðfræðikort 1:50.000, nr. 1613 II, Hengill, Landmælingar Íslands
Hengilsvæðið, Gönguleiðir-Staðhættir-Jarðfræði, Sigurður Kristinsson og Kristján Sæmundsson, FÍ 1996
Árbók Ferðafélags Íslands 2003, FÍ 2003
Gönguleiðir á Hengilsvæðinu - Göngukort, Hitaveita Reykjavíkur 1997

 

Til baka