Heiti ferðar:
Hvaleyrarvatn.
Dagsetning:
12. apríl 2006
Vegalengd (áætl.):
5 - 6 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:
Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega
Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur áleiðis upp í Kaldársel, þar til komið er að skilti sem vísar veginn til hægri að Hvaleyrarvatni. Ekið er yfir Beitarhúsaháls, þar sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar hefur lagt sitt af mörkum til að klæða landið skógi, og niður að vatnsbakkanum þar sem land verður lagt undir fót.
Til að byrja með verður göngustíg fylgt meðfram vatnsbakkanum, en Skógræktarfélagið hefur lagt göngustíga vítt og breitt um nágrenni Hvaleyrarvatns. Þegar komið er austur fyrir vatnið er haldið á Selhöfða (126 m.y.s) en þaðan er gott útsýni yfir vatnið og nágrenni. Af Selhöfða verður svo haldið til suðvesturs og á Stórhöfða, (129 m.y.s.) en af honum sést vel yfir Kapelluhraunið. Af Stórhöfða verður svo haldið yfir á Langholt og þaðan yfir á Miðhöfða og jafnvel á Fremstahöfða ef tilefni er til. Þaðan verður svo haldið til baka í átt að Húshöfða í gegnum skógræktina og að bílastæðinu þar sem gangan hófst.
Þetta er frekar létt ganga yfir móa og mela. Einhverjir slóðar og stígar verða í veginum og verður þeim fylgt þegar tilefni er til. Ekki er um mikla hækkun að ræða á leiðinni, í mesta lagi nokkrir tugir metra.
Á vef Hafnarfjarðarbæjar má finna ýtarlegri upplýsingar um Hvaleyrarvatn og nágrenni þess ásamt kortum yfir gönguleiðir á þessu svæði. Gönguhópurinn FERLIR hefur farið vítt og breitt um Reykjanesskagann og á vefnum þeirra má finna mikinn fróðleik, m.a. um Hvaleyrarvatn.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Sérkort - Heiðmörk, 1:25000, Landmælingar Íslands.
VisIT 4.22
, Landmælingar Íslands.
Gönguleiðir á Íslandi, Reykjanesskagi, Einar Þ. Guðjohnsen

www.hafnarfjordur.is
www.ferlir.is