Heiti ferðar:
Laufskörð.
Dagsetning:
7. júní 2006
Vegalengd (áætl.):
7 - 8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 - 5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:
Bílastæðið við Select á Vesturlandsvegi (vestanmegin), kl. 18:30, stundvíslega.
Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur upp Mosfellsdal og beygt til vinstri við Selholt, sem er nokkuð fyrir ofan hús Skáldsins, Gljúfrastein. Verður þeim vegi fylgt yfir hálsinn, framhjá Skeggjastöðum og yfir Leirvogsá hjá Hrafnhólum. Skömmu síðar er komið að hliði á hægri hönd sem farið verður í gegnum og þeim vegi fylgt alveg að bílaplani við göngubrú yfir Skarðsá þar sem gangan hefst.
Eftir að komið er yfir göngubrúnna er vegslóða fylgt áleiðs þar til hann sveigir til austur. Þessi vegslóði liggur upp í Svínaskarð og yfir í Kjós, en það er nú önnur leið. Eftir að vegslóðanum sleppir er stefnt til fjalls, nánar tiltekið á Bláhnúk sem er skammt fyrir neðan Móskörð. Af Bláhnúki er haldið beint upp í Móskörðin. Þegar í Móskörðin er komið er haldið vesturs og skörðin þrædd alveg að Laufskörðum.
Hér áður fyrr var gönguleiðin um Laufskörð vart fyrir aðra en fótvissar fjallageitur sem ekki þjáðust af lofthræðslu, enda lá gönguleiðin um örmjótt einstigi utan í þverhnýpi og lítið um hald. Ferðafélag Íslands hefur nýlega haft forgöngu um að gera leiðina um Laufskörð greiðfærari og öruggari og færa flestum ef ekki öllum sem eiga leið þarna um.
Eftir að menn hafa hlaupið fram og aftur um Laufskörðin og notið útverður haldið áleiðs sömu leið til baka en sveigt gljótlega niðurávið og stefnt á Gráhnúk og þaðan niður að bílastæðinu við Skarðsánna, þar sem gangan hófst.
Til að menn átti sig betur á því hvar Laufskörðin eru, þá eru þau skammt fyrir vestan Móskarðahnúkana og eru auðþekkjanleg á því að þau mynda "W" (tvöfallt vaff), séð úr Reykjavík. Gönguleiðin liggur svo norðan í þeim, þ.e. Kjósarmegin.
Þetta er frekar brött leið eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Raunhækkun er um 630 metrar á tæplega 3 km. leið. Á þessari leið er aðalega yfir móa að fara, mela og svo skriður efst. Þegar upp er komið er göngufæri nokkuð gott. Niðurleiðin er sömuleiðs nokkuð brött efst, en svipað göngufæri.
.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
VisIT 4.22, Landmælingar Íslands.
Myndkort - Esja 1:20000, Loftmyndir ehf.

Árbók FÍ 1985, Þættir um nágrenni Reykjavíkur.