Heiti ferðar:
Almenningur.
Dagsetning:
11. apríl 2007
Vegalengd (áætl.):
5-6 kílómetrar
Tími (áætl.)

2-3 klukkustundir

Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir veginum til Krýsuvíkur, gegnum Vallahverfið í Hafnarfirði. Skammt frá vegamótunum upp í Bláfjöll er farið út af veginum til hægri og inn á vegslóða, þar sem gangan svo hefst.
Hraunflæmið sem nú verður gengið um kallast Almenningur og dregur það nafn sitt af því að jarðir þær sem voru í Hraununum, Hraunsjarðir, áttu ítök á þessu svæði. Víða í Almenningum voru sel frá Hraunsjörðunum og eru glögg merki um þau víða. Gamlar götur liggja þarna þvers og kruss yfir hraunið og hafa þær sjálfsagt verið vel varðaðar á sínum tíma. Vörðurnar eru nú margar hverjar hrundar en má þó sjá ummerki um þær. Nokkar standast þó tímans tönn og geta má með góðum vilja og þolinmæði þræða sig eftir vörðunum og fylgja hinar gömlu götur þannig.
Haldið verður í norðvestur, meðfram hraunjaðri á hægri hönd. Eftir u.þ.b. 1.5 km. er komið að fjárborg, Þorbjarnarstaðafjárborg, en hún var hlaðin um 1900. Frá fjárborginni má sjá vörður að Fornaseli og Gjáseli. Stefnan verður nú tekin að Gjáseli og svo þaðan í austur að Fornaseli. Rannsóknir hafa sýnt að tóttir nærri Fornaseli eru síðan um 1500. Frá Fornaseli verður svo haldið til baka í gegnum skógræktina í Brunntorfum og að upphafsstað.
Það er frekar óslétt undir fæti í þessari göngu, lítið um troðna stíga og slóða. Gæti verið svolítið þungt undir fæti. Hækkun er lítil sem engin fyrir utan óslétt landslag.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
www.ferlir.is

www.hafnarfjordur.is