Heiti ferðar:
Miðdegishnúkur.
Dagsetning:
18. apríl 2007
Vegalengd (áætl.):
5-6 kílómetrar
Tími (áætl.)
3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Nú verður ekið sem leið liggur til Krýsuvíkur eftir þjóðvegi 42, meðfram Kleifarvatni. Við skilti á hægri hönd sem vísar á Bleikhól, hefst gangan. Eins og má sjá á nafninu á bregður litnum á hólnum til bleiks litar og ætti hann að vera auðfundinn enda nærri veginum.
Stefnan verður nú tekin til fjalls og gengið upp hlíðar Sveifluhálsins. Á þessum slóðum er klappir og klettar og verður fundin þægileg uppgönguleið milli þeirra upp í skarðið milli Stapatinda og Miðdegishnúks (394 m.y.s). Áfram verður svo haldið upp á hnúkinn og er nokkuð bratt þar upp. Af Miðdegishnúki er fallegt útsýni, enda er hann einn af hæstu tindunum á Sveifluhálsinum. Móti austri má sjá yfir Kleifarvatn og upp í Brennisteinsfjöll, og mót vestri má sjá í yfir Móhálsadal að Fíflavallafjalli, Grænudyngju og Trölladyngju. Ef horft er til suðurs er horft eftir vindsorfnum dal sem klýfur hálsinn eftir endilöngu. Fyrir endanum á dalnum glittir í Arnarvatn.
Af Miðdegishnúki er haldið niður í áðurnefndan dal og stefnt á Arnarvatn. Á vinstri hönd fyrir ofan, er Arnarnípa (400 m.y.s) sem er hæsti tindurinn í Sveifluhálsinum. Þar sem hann er í veginum verður hann klifinn líka. Af Arnarnípu verður svo haldið beina leið niður Sveifluhálsinn í átt að Bleikhól.
Þetta er skemmtiganga og fjallganga í bland. Nokkuð bratt er upp Sveifluhálsinn, en raunhækkun er mest um 300 metrar. Göngufæri er svona sitt lítið af hverju, melar, skriður og sléttlendi og kanski smá príl.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
Árbók FÍ 1984, Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu
www.ferlir.is

www.hafnarfjordur.is