Heiti ferðar:
Hraunsels-Vatnsfell.
Dagsetning:
09. maí 2007
Vegalengd (áætl.):
10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið frá Kirkjugarðinumm áleiðis til Keflavíkur, eftir þjóðvegi 42. Skammt sunnan Kúagerðis eru mislæg gatnamót og skilti sem vísar veginn að Keili. Þar er þjóðvegur 42 yfirgefinn og haldið inn að veginum að Keili. Þeim vegi fylgt að Höskuldarvöllum nokkuð suður fyrir þá, eða að Hvernum eina, þar sem gangan hefst. Þar hafa nú átt sér stað miklar borframkvæmdir og vegabætur samfara því.
Gengið er meðfram Núpshlíðarhálsinum, undir Selsvallafjalli og eftir Selsvöllum. Á hægri hönd er Afstapahraun, sem komið eru úr gígum í nágrenninu. Eitt það merkilega við þetta hraun er að það rennur til sjávar á tveimur stöðum. Annarsvegar fyrir vestan Krísuvík og hins vegar niður í Vatnsleysuvík (Kúagerði). Stefnan er nú tekin þvert yfir hraunið og stefnt á Hraunsels-Vatnsfell (261 m.y.s.) sem rís þarna upp úr hrauninu. Hraunið er frekar illt yfirferðar og verða menn bara að finna bestu leiðina.
Þegar Hraunsels-Vatnsfell hefur verið lagt af velli er haldið til norðurs, gengið með jarðri Afstapahrauns með stefnu á Driffell (254 m.y.s.). Til að komast á Driffell sem lúrir úti í miðju hrauni þarf enn og aftur að takast á við það. Að Driffelli afloknu er enn og aftur farið út í hraunið og haldið yfir hraunir og að Hvernum eina, þar sem gangan hófst.
Göngufæri er eftir móum og liggur að nokkru eftir Reykjaveginum. Hraunið er eins og úfin hraun eru, ill yfirferðar á köflum.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
www.ferlir.is

www.lmi.is
www.utivist.is