Heiti ferðar:
Heimarhögg.
Dagsetning:
23. maí 2007
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið fyrir Select á Vesturlandsvegi (vestanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Nú verður stýri snúið til Kjósar og ekið sem leið liggur um Kjalarnes inn Hvalfjörð framhjá Meðalfellsvatni upp Kjósina og látið staðar numið skammt fyrir austan Möðruvelli. Bakatil í Esju eru fjölmargar leiðir upp á hana og m.a. sú sem fyrir valinu verður. Gengið verður upp Möðruvallaháls og að þeim stað sem á sumum kortum er merktur örnefninu Heimrahögg en á öðrum kortum bara merktur hæðarpunktinum 585 m.y.s. Málfarsráðunautur Toppatrítls vinnur að því að finna út hvað í ósköpunum Heimrahögg þýðir, en þangað til verður það látið liggja á milli hluta, stefnan verður tekin þangað.
Eins og lög gera ráð fyrir er flái framundan þegar stefnan er tekin til fjalls. Nokkur hækkun er til að byrja með en síðan er róleg hækkun framundan uns komið er á endapunkti 585 / Heimrahögg. Á hægri hönd sést niður í Eyjadal og fyrir botni hans rísa Móskarðshnúkar. Á vinstri hönd sést niður Trönudal sem dregur nafn sitt af hnúknum Trönu (743 m.y.s) sem er framundan ef haldið er áfram upp hálsinn.
Af punkti 585 / Heimrahöggi er haldið niður í Trönudal og niður með Trönudalsá. Nokkuð bratt er niður í dalinn og því vissara að flýta sér ekki um of. Fyrir minni Trönudals er sumarbústaðahverfi og verður haldið í gegnum það og að upphafsstað.
Göngufæri er aðallega mólendi.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.