Heiti ferðar:
Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum.
Dagsetning:
30. maí 2007
Vegalengd (áætl.):
12-13 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið sem leið liggur áleiðis eftir veginum til Krýsuvíkur en síðan beygt af honum til vinstri inn á nýja Bláfjallaveginn. Honum fylgt þar til komið er að neyðarskýli fyrir neðan Grindarskörð, þar sem gangan hefst.
Byrjað er á því að fylgja Selvogsgötunni upp í Grindarskörðin. Á leiðinni má víða sjá marka fyrir götunni í hrauninu. Full ástæða er einnig til að gefa gaum því sem í hrauninu leynist t.d. hrauntröðum, niðurföllum. Þegar komið er upp í Grindarskörðin er götunni fylgt niður á sléttlendið en þar er ágætt að fara út að Draugahlíðum og fylgja hlíðarfætinum þar til komið er að brennisteinsnámunum. Frekari upplýsingar um brennisteinsnámurnar má finna hér.
Eftir að hafa staldrað við í brennisteinsnáminu er haldið upp slakkan til norðurs og misgengi fylgt til baka sem liggur í átt að Grindarskörðum. Farið verður svo niður svokallað Kerlingaskarð sem er vestan við Syðstubolla í skörðunum og aftur inn á Selvogsgötuna.
Brennisteinsfjöll eru í einum af fjórum megin eldstöðvakerfum á Reykjanesi og er það kennt við fjöllin. Nær það allt frá Krísuvíkurbjargi í suðvestri og inn á Mosfellsheiðina í norðaustri. Virknimiðjan í kerfinu er hins vegar í kringum Brennisteinsfjöllin og að Bláfjöllunum, en hvað mest eldvirkni hefur verið í Brennisteinsfjöllunum sjálfum. Eldborg undir Geitahlíð og Eldborgir í Leitarhrauni marka syðri og nyrðri mörk eldstöðva í kerfinu. Síðast er vitað til þess að gosið hafi í Brennisteinsfjöllum laust eftir landnám.
Göngufæri er almennt nokkuð gott. Nokkur hækkun er upp í Grindarskörðin og er þar gengið eftir vel markaðri slóð. Eftir að Selvogsgötunni sleppir er yfir móa að fara allt að brennisteinsnáminu. Þaðan er svo smá flái uppávið og á bakaleiðinni er yfir móa að fara.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
Árbók FÍ 1984, Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu, FÍ 1984
Íslenskar eldstöðvar, Ari Trausti Guðmundsson
Gönguleiðir á Íslandi, Reykjanesskaginn, Einar Þ. Guðjohnsen