Heiti ferðar:
Selin í Almenningi
Dagsetning:
30. apríl 2008
Vegalengd (áætl.):

7-8 kílómetrar

Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Reykjanesbrautinni í átt að Straumsvík. Gengt kerskála ALCAN er farið út af brautinni til vinstri og svo fljótlega aftur til hægri inn á malarveg við skilti sem á stendur "Kapella". Þessi vegur
liggur nokkuð samsíða Reykjanesbrautinni og er honum fylgt framhjá Gerði og allt að námunni í Rauðamel, þar sem gangan hefst.
Náman við Rauðamel nokkuð stór og er smá tjörn í henni. Því miður er hún frekar mikið lýti í landinu og virðist vera að hún þjóni nú tilgangi sem losunar-, skotæfinga- og skemmdarfýsnarsvæði óábyrgra einstaklinga. Svei þeim.
Víða í Almenningi voru sel á árum áður og tilheyrðu þau bæjunum í Hraununum við Straumsvík. Almenningur var þeirra afréttur og þar má víða finna menjar þess, s.s. fjárborgir og fyrirhleðslur ýmiskonar.
Stefnan er tekin frá námunni út í hraunið, nánar til tekið til suðurs að Lónakotsseli. Möguleiki er að hitta á götu að selinu sem gæti verið auðkennd með e-m vörðubrotum. En til að vera viss er betra að hafa GPS punkt af selinu. Leiðin liggur semsagt yfir hraunið sem er ekkert stórkostlega úfið og heldur ekki alveg slétt á þessu svæði. Um það bil 2,5 kílómetrar eru frá upphafsstað og að Lónakotsseli sem tilheyrði samnendum bæ (koti) í Hraununum, Lónakoti.
Frá Lónakotsseli er stefnan tekin til austurs í átt að Óttarsstaðaseli, en um 1,5 kílómetrar eru þar á milli. Rétt er að hafa GPS punkt af selinu til vara, því þegar út í hraunið er komið, er allt eins. Óttarsstaasel tilheyrði samnefndum bæ í Hraununum, Óttarssöðum.
Frá Óttarsstaðaseli er enn og aftur haldið mót austri í átt að Straumsseli, en þangað eru um 1,7 kílómetrar. Straumssel tilheyrði Straumi í Hraununum.
Frá Straumi er haldið til baka, beina leið að upphafstað en þangað eru um 3,3 kílómetar. Ef vel hittist á er möguleiki að lenda á Straumsselsstíg og fylgja honum einhvern hluta leiðarinnar.
Fyrir áhugasama um ítarefni, er af nægu að taka á vefnum hjá FERLIR, www.ferlir.is.
Að þessu sinni er nánast eingöngu gengið um mosavaxið gróið hraun. Nokkuð mishæðótt er á leiðinni og krókótt. Ekki er um mikla hækkun að ræða en hún gæti verið um 40 metrar.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
www.ferlir.is