Heiti ferðar:
Þráinsskjöldur
Dagsetning:
4. júní 2008
Vegalengd (áætl.):

12-14 kílómetrar

Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Reykjanesbrautinni þar til komið er að vegvísi sem vísar að Keili og er þar farið út af brautinni. Ekið sem leið liggur eftir malarveginum að Keili. Farið er inn fyrir Höskuldarvelli, meðfram Trölladyngju allt að borholu sem er þar við enda vegarins og þar hefst gangan.
Gengið er til vesturs í átt að enda Oddafells. Handan þess er Afstapahraunúfið og mosavaxið. Úti í miðjum straumnum er Driffell sem hefur klofið strauminn í tvennt. Farið er yfir hraunið á þessum slóðum og stefnt á norðurenda Driffells og gengið með rótum þess þar til haldið er yfir hraunstrauminn aftur. Handan Afstapahrauns tekur við mun sléttara hraun og eldra og auðveldara yfirferðar. Stefnan er nú tekin í átt að hábungu Þráinsskjaldar (238 m.y.s.) og ekki látið staðar numið í grasi vaxinni gígskálinni. Heldur getur gígskálin verið vandfundin og verður að láta kylfu ráða kasti að því leitinu til.
Þráinsskjöldur er stór hraunbunga norðuaustan af Fagradalsfjalls. Litlar minjar eldsumbrota eru í hvirfli hennar en geysimikil hraun hafa runnið til suðurs, vesturs og þó miklu mest til norðurs. Hraunið rann kringum Keili og Keilisbörn og færði Litla Keili næstum í kaf. Þessar hraunbreiður heita einu nafni Þráinsskjaldarhraun og ná austan frá Vatnsleysuvík vestur að Vogastapa. Þannig stendur öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd í þessu hrauni. Talið er að Þráinsskjaldarhraun hafi runnið fyrir um 9000 árum. Þráinsskjöldur er einna mikilvirkasta eldstöðin á öllum Reykjanesskaga.
Bakaleiðin hefst eins og hún endaði. Gengið er yfir frekar slétt gróið hraun þar til komið er að Afstapahrauni. Farið er út í hraunið og stefnt á suður enda Driffells og gengið niður með fellinu og aftur yfir hraunið á svipuðum slóðum og fyrr var farið yfir það.
Mikið er gengið í hrauni. Afstapahraunið sjálft er mjög úfið og mosagróið og því illmögulegt að flýta sér mikið yfir það. Eftir að því líkur tekur við eldra og sléttara hraun allt að hábungu Þráinsskjaldar. Gera má ráð fyrir því að frekar mjúkt verði undir fæti.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
www.nat.is
www.ferlir.is