Heiti ferðar:
Selfjall og Sandfell
Dagsetning:
22. apríl 2009
Vegalengd (áætl.):

8-9 kílómetrar

Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís (austanmegin) við Suðurlandsveg kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Suðurlandsveginum langleiðina að Lögbergsbrekkunni og beygt út af honum til hægri við náttúrufyrirbærin Tröllabörn og ekið beinustu leið eftir þeim vegi inn í gamalt malarnám undir Selfjalli þar sem gangan hefst.
Framundan er Selfjall, tæplega 270 m.y.s þar sem það ber hæst. Vestan við það ber mest á miklum hrauntaum sem fellur niður með Selfjallinu. Hraun þetta er hluti af hinum mikla Húsfellsbruna sem blasir við þegar komið er upp fyrir Selfjallið. Hinn mikli hraunfláki sem ber þetta nafn á uppruna sinn á nokkurm stöðum uppi undir Bláfjöllum, t.d. í Rjúpnadyngjum, í gíg við Stóra-Kóngsfell og víðar. Heldur er þetta hraun úfið og erfitt yfirferðar og verður því látið duga að fara meðfram því þar sem það rennur með Selfjallinu.
Leiðin liggur nú upp með Selfjallinu vestanverðu upp með Selbrekkum, Kópavogsmegin við landamerkin, en handan þeirra er Reykjavík. Við Stóra-Markhól er farið yfir landamerkin og er nú gengið Reykjavíkurmegin spottakorn upp fyrir Selfjallið. Sunnan í Selfjallinu er kriki sem hefur stöðvað rennsli hraunsins til norðurs. Gengið er inn þennan krika, Kópavogsmegin við landamerkin. Í krikanum eru húsarústir, sennilega sumarbústaður. Áfram er haldið upp með Selfjallinu uns komið er að skarði sem opnar sýn til austur niður á Sandskeið. Handan skarðsins blasir Sandfell við 341 m.y.s. Smá hrauntaumur hefur náð að renna fram í skarðið og þar að fara yfir hann ef halda skal á Sandfell. Um þetta skarð liggur einnig háspennulína til Straumsvíkur og vegur með henni.
Ganga á Sandfell á þessum slóðum er nokkuð á fótinn og tæplega 200 metra hækkun í einni bunu. Sandfell stendur nokkuð hærra en Selfjall og nokkuð víðsýnna af því fyrir vikið, sérstaklega til austurs. Þegar komð er niður af Sandfelli er stefnan tekin út skarðið milli Selfjalls og Sandfells og gengið mót norðri áleiðs niður í Gömlubotna. Leiðin þangað er nokkuð hæðótt ef farið er beint af augum. Í Gömlubotnum er blómleg sumarhúsabyggð (og hreysi inn á milli), skátkskáli og sumstaðar er búið allt árið. Eftir að komið er niður í "byggð" er rétt að fylgja veginum til að losna við girðingar, læki, gil og svoleiðs farartálma
Göngufæri í þessari göngu er aðalega mói. Hraunganga í algjöru lágmarki. Róleg hækkun. Upp á Sandfell er aðeins á fótinn.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
Árbók Ferðafélags Íslands 1985.
www.ja.is - Kortavefur
www.ferlir.is