Heiti ferðar:
Hellutindar og Stapatindar
Dagsetning:
6. maí 2009
Vegalengd (áætl.):

8-9 kílómetrar

Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið sem leið liggur áleiðs eftir veginum til Krýsuvíkur, en beygt út af honum til hægri inn á Djúpavatnsleið og eknir um tveggja km. leið að skilti sem vísar á Hrútagjá. Þar verður stigið út úr vélfákunum og tveir jafn seinir spenntir undir.
Stefnan er strax tekin til fjalls upp á Sveifluhálsinn. Farið er fyrir ofan Sandfellsklofa og beina leið á Hellutinda (364 m.y.s). Sveifluhálsinn er frekar gróðursnauður móbergshryggur og víða í honum eru melar eða vindsorfnar móbergsklappir. Eftir að Hellutindar hafa verið lagðir að velli er haldið suður eftir Sveifluhálsinum að Stapatindum (395 m.y.s.) og þeir sigraðir. Af Stapatindum verður síðan haldið í rólegheitunum niður í Folaldadali og þeim fylgt til baka eða jafnvel bara farið niður á Djúpavatnsleið og veginum fylgt til baka þangað sem gangan hófst.
Á þessari leið er margt að sjá, enda mjög gott útsýni til vesturs og til austurs yfir Kleifarvatn. Ekki er síðra að gefa næsta nágrenni góðan gaum því víða er mjúkt móbergið vindsorfið á listilegan hátt og er hægt að sjá kenjamyndir víða. Þrátt fyrir ægifagurt landslag á Sveifluhálsinn einnig sína myrku sögu. Þann 19. desember 1944 fórst kanadískur flugbátur í Stapatindum og með honum öll áhöfnin, átta manns. Lítll ryðgaður kross er eftst í Stapatindum til minningar um þennan hörmulega atburð. Á vefnum hjá gönguhópnum FERLIR er góð samantekt um þennan atburð, http://www.ferlir.is/?id=3753.
Þetta er ferðalag er frekar upp og niður og smá príl á köflumm, nokkuð bratt sumstaðar en vel greiðfært ef varlega er farið. Þess utan er ágætis göngufæri, melar og sandar.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
www.ferlir.is
www.ja.is - Kortavefur