Heiti ferðar:
Mígandisgróf og Hvirfill
Dagsetning:
13. maí 2009
Vegalengd (áætl.):

9-10 kílómetrar

Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið verður sem leið liggur áleiðis eftir veginum til Krýsuvíkur en síðan beygt af honum til vinstri inn á nýja Bláfjallaveginn. Honum fylgt nokkuð upp fyrir girðingu sem markar lendur Hafnarfjarðar og Garðabæjar og Bessastaðahrepps og að smá afleggjara til hægri inn í malarnám. Þar hefst gangan.
Beint framundan er nú hlíð ein mikil og löng og ber hún nafnið Langahlíð og upp á hana er förinni heitið og ekki látið staðar numið fyrr en hæsta toppinum, Hvirfli er náð. Það er nú svo að ekki er farið hvar sem er upp enda er hlíðin víða snarbrött og ill uppgöngu. Til uppgöngu er valið gil eitt mikið sem er mjög áberandi í hlíðinni. Gilið sem er nokkuð bratt og er tekin um það bil 360 metra hækkun, en þá er komið í rétt um 500 metra. Stefnan er svo tekin beina leið upp á Hvirfil (621 m.y.s). og er róleg hækkun þá 120 metra sem eftir eru. Upp á Hvirfil er úmlega 2. kílómetra gangur. Yfirborð Lönguhlíðar er nokkuð grýtt en gróið inn á milli. Utan í Hvirfli eru leifar, ógreinilegar þó, af ævafornum gíg sem hraun það sem við göngum á er komið úr. Af Hvirfli er gríðarmikið útsýni og sést vel yfir Reykjanesskagann, höfuðborgarsvæðið og allt austur að Tindfjöllum og Eyjafjallajökli. Jafnvel sést nýlendan í Vestmannaeyjum í fjarksa.
Frá Hvirfli er svo haldið til baka, heldur meira í vestur en komið var úr, og stefnan sett á Mígandisgróf sem er einhverskonar lægð eða niðurfall. Snemmsumars og í vætutíð er tjörn í botninum. Úr Mígandisgróf er haldið að áðurnefndu gili og farið niður sömu leið og komið var upp og endað þar sem gangan hófst.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 3
, Landmælingar Íslands.
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands.
http://www.fi.is/files/IMG_1291166025.pdf
http://www.ogmundur.is/umhverfi/nr/3149/
www.ferlir.is
www.ja.is - Kortavefur