Heiti ferðar:
Hraunin
Dagsetning:
6. apríl 2011
Vegalengd (áætl.):
5 - 6 kílómetrar
Tími (áætl.)
2 - 3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Það þarf ekki yfir langan veg að fara til að fara í Hraunin fyrir sunnan Hafnarfjörð, bara aka eftir Reykjanesbrautinni örlítið suður fyrir álbrennslueimyrjuhelvítið og út af brautinni við listamannabýlið Straum.
Í kynningarbækling sem gefinn var út, fyrir margt löngu, um Hraunin þá eru þar "minjar sem eru samofnar búsetusögu og náttúru Hafnarfjarðar, merkar jarðmyndarnir, fjölbreytt gróðurfar og lífríki sem er vel þess virðið að kynna sér nánar". Það verður svosem ekki gert á annan hátt en fótgangandi.
Gangan hefst við listamannabýlið Straum og rakleiðis niður í Straumsvíkina og haldið þar áfram með ströndinni sem er klettótt og vogskorin. Hvarvetna meðfram ströndinni eru rústir, hlaðnir garðar og önnur mannvirki sem er menjar horfins tíma. Ströndinni fylgt alveg suður að Lónakotsvatnagörðum sem eru lón við sjó og eiga víst að jafnaði að vera með ferskvatni. Þaðan verður svo stefnan tekin þvert yfir hraunið að Óttarsstöðum og veginum fylgt heim að Straumi þar sem gangan hófst.
Hyggi menn á ýtarlesningu um Hraunin, þá er ágætis samantekt að finna hér
.
Þetta er ekki strembin ganga. Götur eru allvíða en eitthvað er eftir móum og yfir gróið hraun.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://www.ferlir.is/?id=4307