Heiti ferðar:
Víti
Dagsetning:
27. apríl 2011
Vegalengd (áætl.):
9 - 10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 - 5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Reykjanesfólksvangurinn er uppfullur af spennandi og skemmtilegum fyrirbærum og gönguleiðum. Það er annars dálítið merkilegt að þetta risastóra útivistarsvæði, við þröskuld höfuðborgarsvæðisins, skuli ekki njóta meiri athygli enn raun ber vitni og ekki hafið til þeirrar virðingar sem það ætti annars skilið. Ýmislegt kemur þó í ljós þegar farið er að vinna heimavinnuna, hvort heldur sem það er að skoða ritaðar heimildir eða kort, þá rekast menn á ýmislegt áhugavert. Það var einmitt við þesskonar aðstæður sem Víti var uppgötvað og ákveðið að það þyrfti nánari skoðunar við.

Ekið er sem leið liggur eftir Krýsuvíkurveginum og nokkuð suður fyrir Kleifarvatn. Á móts við Arnarfell er ágætis bílastæði og þar er gott að skilja við bílana. Stefnan er tekin í norðaustur yfir mela og móa í átt að Vegghömrum undir Geitahlíð og svo sveigt eilítið meira til norðurs yfir gróðurlausar móbergsklappir. Á þessum slóðum á víst ein af fyrstu leiknu íslensku kvikmyndunum að hafa verið tekin og tengdist hún eitthvað tunglferðum enda landslagið hálf tungllegt. Af áðurnefdum móbergsklöppum fer svo af sjást inn í Kálfadali og hraunbreiðu er liggur í dalbotninum. Þegar innar í dalinn kemur má sjá samfelldur hraunstraumur hefur runnið af hálendinu fyrir ofan og niður í Kálfadali og breitt þar úr sér. Hrauntaumurinn hefur fengið nafnið Víti.
Gengið er áfram inn Kálfadalina, milli hrauns og hlíðar, uns nóg er komið. Er þá sveigt til vinstri og gengið milli hæðardraga í átt að Arnarfelli þar sem bílarnir voru skildir eftir.
Göngufæri er að mestu eftir ógrónum eða lítið grónum melum með smá groðurtorfum inn á milli. Mesta hækkun er um 100-200 metrar.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3556244
http://www.ferlir.is/?id=4158