Heiti ferðar:
Húsmúli - Sleggja
Dagsetning:
04. maí 2011
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Suðurlandsveginum upp í Svínahraun og farið út af honum til vinstri að Hellisheiðarvirkjun.Á móts við virkjunina er farið til vinstri út á gamla veginn yfir Svínahraun. Eitthvað hefur sá vegur tekið stakkaskiptum við allt umstangið þarna en ekið stuttan spöl og svo beygt til hægri og ekið eins nærri Húsmúla og hægt er. Þegar ekki verður lengra komist með góðu móti verður staðar numið..
Stefnan er tekin strax til fjalls eða fells öllu heldur og haldið á Húsmúla. Hækkun upp Húsmúla og að undirhlíðum Sleggju er tæplega 300 metrar og er hækkunin tekin á um 2 km. Til að komast svo upp á Sleggju er farið upp móbergskletta og skriður. Þegar upp er komið fljótlega komið inn á gönguleiðina sem liggur eftir henni og upp á Skeggja (805 m.y.s), en Skeggi bíður hins vegar betri tíma. Eitthvað verður staldrað við þar sem hæst ber á þessum slóðum áður en leitað verður að nýrri niðurgönguleið á Húsmúla og haldið þar niður með stefnu á Draugatjörn.

Draugatjörn og umhverfi er eitt merkilegasta kennileitið á þessu svæði. Hin forna þjóðleið yfir Hellisheiði lá hér um og í árdaga var hér sæluhús sem var mjög reimt í. Sökum reimleika var sæluhúsið síðar flutt að Kolviðarhól árið 1844. Húsmúli er fell sem gengur suðvestur úr Henglinum og er í raun helmingur af fornri dyngju. Á kortum lítur Húsmúli út eins og skel á hvolfi og hæsti punktur hans sagður vera í um 616 m.y.s. Sá hæðarpunktur virðist þó vera á Sleggju sem er móbergsrani sem gengur suður úr Henglinum og Húsmúli liggur upp að. Um þennan hæðarpunkt verða aðrir að deila. Segja má að Sleggja marki að vissu leiti vesturhluta Hengilsins en handan Sleggju, austan við, tekur Innstdalur við.

Göngufæri er um móa, mela, kletta og skriður. Raunhækkun er um 350 metar og er hún tekin á um 2.5 kílómetrum.

Kort:
Heimildir:

Sérkort - Suðvesturland, 1:75000, Landmælingar Íslands
Kortadiskur 3, Landmælingar Íslands
Kortadiskur 4, Landmælingar Íslands
www.ja.is/kort

http://www.or.is/Umhverfiogfraedsla/Utivistarsvaedi/Gonguleidir/

http://www.or.is/Umhverfiogfraedsla/Aevintyriagongufor/
http://notendur.centrum.is/~ate/index.htm
http://is.wikipedia.org/wiki/Hengill