Heiti ferðar:
Keilir
Dagsetning:
15. júní 2011
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Austan við Höskuldarvelli, þar sem lagt er á Keili, eru tvö fjöll er bera viðskeytið dyngja. Það undarlega við þessi fjöll að hvorugt þeirra er dyngjulaga, a.m.k. ekki eins og manni var kennt í jarðfræði í menntaskóla. Hvorugt þessara fjalla á neitt skylt við dyngju svo augljóst sé, en vera má að einver finni eitthvað einhverstaðar sem getur útskýrt af hverju dyngjuviðskeytinu var komið á þessi tvö fjöll. Hugsanlega er er þetta dyngjunafn í e-r annarri merkingu en jarðfræðilegri. Þessar tvær dyngjur sem um ræðir eru Trölladyngja og Grænadyngja.

Trölladyngja og Grænadyngja standa hlið við hlið og má segja að þær marki norðurenda Núpshlíðarháls. Báðar dyngjurnar eru mjög greinilegar frá höfuðborgarsvæðinu, vinstra megin við Keili. Trölladyngja (379 m.y.s) er nokkuð áþekk Keili í útliti, þó öllu meira spísslaga, og nánast jafn há. Grænadyngja (402 m.y.s.) er heldur hærri og er eiginlega hrygglaga, löng og mjó.

Gangan hefst við Eldborg sem hefur að mestu verið mokað burtu, beint undir Trölladyngju. Stefnan er tekin nánast beint til fjalls, upp Trölladyngju að norðanverðu. Er það nokkuð á fótinn, en þegar á toppinn er komið þurfa menn kanski að skiptast á um að vera þar. Nokkuð klungur er suður af á niðurleiðinni og er þá gengið niður í Sog.

Sogin eru leifar af kulnuðu háhitasvæði og er litadýrð þar nokkur. Um Sog liggur leggur af Reykjaveginum yfir að Djúpavatni sem er austan Núpshlíðarháls.

Haldið er upp Grænudyngju sunnanverða og er hækkun nokkuð aflíðandi uns toppinum er náð. Af toppnum er haldið norður af aflíðandi niður á jafnsléttu og þangað sem gangan hófst.

Þetta er ekkert sérlega erfið ganga sem slík, en á tvö fjöll að fara. Raunhækkun er um 280 metrar á Trölladyngju og 250 metrar á Grænudyngju. Um 100 metra lækkun er á milli fjallanna.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort