Heiti ferðar:
Stórhöfðastígur - Fjallgjá - Fjallið eina
Dagsetning:
11. apríl 2012
Vegalengd (áætl.):
5-6 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Í hraununum fyrir sunnan Hafnarfjörð eru fjölbreyttir möguleikar á gönguleiðum. Fornar þjóðleiðir hafa verið stikaðar, ýmist af sveitarfélögum eða félagasamtökum. Ein þessara leiða er Stórhöfaðstígur sem liggur frá Stórhöfa sunnan Hvaleyrarvatns og suður að Sveifluhálsi.

Farið verður inn á Stórhöfðastíg af Krýsuvíkurveginum til hægri, rétt fyrir sunnan afleggjarann upp í Bláfjöll og þar inn í gamalt malarnám. Appelsínugular stikur eru áberandi þar sem stígurinn liggur og þeim fylgt meðfram Fjallagjá að Fjallinu eina og það lagt af velli áður en haldið verður til baka

Þetta verður stuttur en þægilegur göngutúr í upphafi vors. Göngufæri er að mestu gróið.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort