Heiti ferðar:
Þyrilsnes
Dagsetning:
18. apríl 2012
Vegalengd (áætl.):
6-7 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Select við Vesturlandsveg (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Það er ekki laust við það að Hvalfjörður hafi fríkkað með árunum, a.m.k. eftir að samnefnd göng voru lögð undir fjörðinn utanverðan og umferð um hann sjálfan minnkaði. Hér í árdaga tengdu menn Hvalfjörð við leiðinlegan veg, mikla umferð, vond veður og fundu honum ýmislegt annað til foráttu.
Svo fóru menn smátt og smátt að bæta honum inn í sunnudagsrúntinn og kom þá í ljós að þetta var hinn fallegasti fjörður þó drjúgur væri og það væri meira segja hægt að stoppa víða í honum og njóta náttúrunnar. Einn þeirra staða er Þyrilsnes.

Þyrilsnes lágvaxið grasi gróið nes innst í Hvalfirði og myndar Botnsvog að hluta. Þó að nesið láti ekki mikið yfir sér þá á það sér sína sögu og hana blóði drifna. Árið 983 voru Hólmverjar klofnir þarna í herðar niður við mann og annan í svakalegri viðureign sem getið er í Harðarsögu og Hólmverja. Rólyndislegt umhverfi Þyrilsnes ber þess nú ekki mikil merki að þarna hafi verið háð mikil orrusta þar sem blóð rann um flæðarmálið, en það er einmitt flæðarmálið og fjaran sem vert er að veita athygli.

Þetta er léttur þægilegur göngutúr yfir ekki mjög torsótt landslag

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.brekka.is/index.php?option=content&task=view&id=10&Itemid=33