Heiti ferðar:
Latsfjall-Latstögl-Latur-Óbrennishólmi
Dagsetning:
25. apríl 2012
Vegalengd (áætl.):
6-7 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Það úir og grúir af áhugaverðum stöðum á Reykjanesfólkvanginum sem vert er að skoða. Margir þeirra láta lítið yfir sér eða erfitt að komast að þeim. Einn þeirra staða er Óbrennishólmi úti miðju Ögmundarhrauni.

Gangan hefst við Latsfjall (142 m.y.s) stendur upp úr Ögmundarhrauni eins og eibúi. Suður úr fallingu gengur Latstögl, hryggur sem lækkar til vesturs og endar í klettinum Lat (59 m.y.s). Úti í Ögumdarhrauninu rís Óbrennishólmi, gróinn hólmi sem sker sig á sérkennilegan hátt úr grófu apalhrauninu allt um kring. Torfarinn slóð liggur langað um hraunið. Þar eru fornar búsetuminjar, tvær fjárborgir og vegghleðslur. Vert er að ganga um hólmann og virða þessar minjar fyrir sér.

Þetta er ekki svo ýkja erfið ganga, svolítið upp og niður, og torfarinn slóði í grófu apalhrauni sem gæti tekið aðeins á

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort

http://atlas.lmi.is/ornefnasja/

http://www.gamli.umhverfissvid.is/reykjanesfolkvangur/5.pdf