Heiti ferðar:
Djúpavatn-Vigdísarvellir
Dagsetning:
02. maí 2012
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Reykjanesskaginn er eins og oft hefur komið fram frekar eldbrunninn, enda hefur sú hugmynd skotið upp kollinum öðru hvoru að gera þar Eldfjallagarð. Sú hugmynd er ekki úr lausu lofti gripin, enda er skaginn einstakur í veröldinni því hvergi annars staðar eru þær aðstæður þar sem plötuskil "ganga á land" með þeim hætti sem er á Reykjanesinu
. Þeir sem hafa gaman af hraunum, gígum og þessháttar finna eitthvað við sitt hæfi víða á nesinu og einn af þeim stöðum er Móhálsadalur.

Eldstöðvarnar í Móhálsadal tilheyra því eldstöðvakerfi kennt hefur verið við Trölladyngju. Sú goshrina sem kennd hefur verið við Krísuvíkurelda, 1151-1180, átti sér stað einmitt á þessum slóðum og ummerkin sjást enn þann dag í dag.

Gangan hefst við Djúpavatn, en handan vegarins er hraunfláki mikill sem hefur runnið úr gíg sem þar sem og utan í Traðarfjöllum og fyllir Móhálsadal milli Sveifluháls og Traðarfjalla. Gengið verður meðfram þessum hraunfláka til suðurvestur, en við suðurenda Traðarfjalla breytir hraunflákinn um stefnu þar sem hann rennur út í Krókamýri og fer að renna meira til suðurs. Þar þarf að skálma yfir hraun, 200-300 metra kafla. Áfram er svo haldið, með hraunið núna á hægri hönd og stefnt fljótlega á Bæjarháls og gengið suður fyrir hann og inn á Vigdísarvelli.

Á Vigdísarvöllum var lengst af selstaða frá Þórkötlustöðum í Grindavík og þar var búið all fram undir aldamótin 1900. Einhverjar tóftir má finna þarna sem væntanlega eru frá Þórkötlustaðaselinu.

Eftir að hafa haft selstöðu á Vigdísarvöllum er haldið upp lítið gildrag til norðurs og það þrætt yfir hálsinn að Krókamýri og þaðan að Djúpavatni þar sem gangan hófst.

Þetta er nokkuð þægileg ganga, með smá hrauni og yfir hálsa að fara. Göngufæri allra jafna nokkuð gróið.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort

http://atlas.lmi.is/ornefnasja/

http://www.ferlir.is