Heiti ferðar:
Seltindur
Dagsetning:
30. maí 2012
Vegalengd (áætl.):
9-10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Select við Vesturlandsveg (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Nokkrir dalir ganga inn í Esjuna, bæði sunnanmegin og norðanmegin. Dalirnir að sunnanverðu eru ívið styttri en þeir að norðanverðu og opnari. Sennilega er Blikdalur hvað lengstur dalanna að norðanverðu, en Eyjadalur fylgir þar skammt á eftir. Eilífsdalur og Flekkudalur eru heldur styttri. Eyjadalur er austastur, ef frá er talinn Svínadalur sem skilur að Esju og Skálafell. Innst skiptist Eyjadalur í minni dali, Norðurárdal, Suðurárdal og Hrútadal. Upp af dalbotninum ber hvað mest á Trönu á vinstri hönd, Móskarðshnúkunum með Móskörðunum fyrir miðjum dalnum og Seltindi sem gengur inn í dalinn milli Suðurárdals og Hrútadals. Eins og aðrir dalir í Esju hefur verið beitt þarna á afrétt í gegnum aldirnar.

Lagt er í gönguna upp frá bænum Sandi og haldið upp með Sandsánni inn Eyjadal. Framundan á hægri hönd blasir Seltindur við (686 m.y.s.). og er nokkuð róleg hækkun að rótum hans í um 300 metra hæð en eftir það eykst brattinn nokkuð. Efst í Seltindi er klettabelti sem þarf að athuga hvort sé fært uppgöngu áður en lengra er haldið. Ef Guð lofar er hægt að ná tindinum og komast niður aftur og halda sömu leið til baka

Göngufæri er svipað og í öðrum Esjudölum, nokkuð grösugt undirlendi. Hlíðarnar eru nokkuð brattar og þá gjarnan með klettabelti eftst.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://ferlir.is/?id=6087