Heiti ferðar:
Þingvallaþjóðgarður - Hjólaferð
Dagsetning:
06. júní 2012
Vegalengd (áætl.):
25 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Select við Vesturlandsveg (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Reiðhjól, hjálmur og viðeigandi fatnaður.
Lýsing:


Þjóðgarðinn á Þingvöllum þarf vart að kynna enda einn fallegasti og helgasti staður Íslensku þjóðarinnar. Þarna hafa allar stærstu hátíðir þjóðarinnar verið haldnar, Alþingishátíðin 1930, Lýðveldishátíðin 1944, 1100 ára afmælishátíð Íslandsbyggðar 1974, "Þjóðavegahátíðin" 1994 og Kristintökuhátíðin árið 2000. Ýmsir aðrir atburðir hafa líka verið þarna t.d. messaði Páfinn þarna á sínum tíma.
Þjóðgarðurinn er líka til vel til ýmissa annarra atburða fallinn. Nokkur veiði er í Þingvallavatni, net göngustíga liggur um þjóðgarðinn sem og reiðleiðir. Síðan er bara hægt að skoða náttúruna, af henni er nóg af.

Hjólatúrinn hefst við Hakið, þjónustuhúsið fyrir ofan Almannagjá. Gjáin er lokuð allri umferð vegna sprungu sem lokar leiðinni. Hjólað er eftir þjóðveginnum niður að Þjónustumiðstöðinni og svo áfram eftir veginum þar sem hann hlykkjast í gegnum þjóðgarðinn. Nokkur hækkun er á leiðinni uns halla fer suður af. Hjólað er framhjá gamla Gjábakkaveginum og að gatanmótunum þar sem vegurinn liggur meðfram vatninu og er haldið eftir honum alla leiðina að Valhöll, eða þar sem samnefnt hús stóð öllu heldur. Þar er haldið suður með vatninu inn á Valhallarstíg og út í Rauðkusunes. Við Valhallarstíg eru mörg sumarhús sem eru innan þjóðgarðsmarkanna og aðkoma að þeim einunigs eftir þessum göngustíg, eða frá vatninu. Frá Rauðkusunesi er haldið upp á þjóðveginn og niður að Hakinu þangað sem hjólatúrinn hófst.

Þetta er ágætis hjólatúr. Leiðin er svolítið upp og niður en jafna má það út með gírunum á hjólinu. Aðallega er hjólað eftir bundnu slitlagi, nema rétt seinni hluta leiðarinnar.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.thingvellir.is