Heiti ferðar:
Hvirfill
Dagsetning:
13. júní 2012
Vegalengd (áætl.):
10-12 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir nýja Bláfjallaveginum áleiðis að hlíðinni löngu, Lönguhlíð og að neyðarskýli því sem er við veginn fyrir neðan Grindarskörðin. Gengið verður upp í Grindarskörð, en um þau liggur gamla þjóðleiðin úr Hafnarfirði yfir í Selvog, Selvogsgata. Þegar upp skörðin er komið er haldið í vestur og gengið yfir holt og hæðir uns Hvirflinum er náð sem rís 621 m.y.s. Gangan upp í Grindarskörð er ekki mjög erfið, nokkuð aflíðandi hækkun er langleiðina upp.
Eftir því sem jarðfræðingar hafa komist að niðurstöðu um er Hvirfill uppruni Lönguhlíðar. Með öðrum orðum er hnúkurinn gígur og kringum hann niðurfall allt að 30 metra djúpt og 950*600 m. í þvermál. Sjálfur gígurinn er þarna í miðju og er því ljóst að toppur fjallsins hefur hrunið saman eftir að eldvirkni lauk, sem var fyrir um 200.000 árum eða svo. Af Hvirfli er fyrirtaks útsýni yfir umhverfið í kring, enda fátt sem skyggir á.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/