Heiti ferðar:
Undirhlíðar-Háuhnúkar-Breiðdalur
Dagsetning:
10. apríl 2013
Vegalengd (áætl.):
6 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir nýja Bláfjallaveginum að Undirhlíðum upp í gengnum skarðið í þeim og látið staðar numið handan þess þar sem gangan hefst.
Undirhlíðar nefnist hlíð sú er liggur frá rótum Helgafells í norðri og að Sveifluhálsi í suðri, en hálsinn er í beinu framhaldi af þeim. Undirhlíðarnar eru hvorki háar né miklar en víðsýnt af þeim yfir hraunbrunann fyrir vestan þær. Nokkur eldvirkni hefur verið í gegnum aldrinar í og við Undirhlíðarnar og horfa menn einna helst til þeirra þegar vangaveltur um eldgos í uppsveitum Hafnarfjarðar ber á góma. Gos á slíkum stað mun að öllum líkindum valda tjóni á mannvirkjum í nágrenninu. Talið er að þarna hafi gosið um eða eftir 1100. Gangan hefst sem fyrr segir í skarðinu við Bláfjallaveginn. Róleg hækkun er upp Undirhlíðarnar og gengið suður eftir þeim. Stefnan er tekin á Háuhnúka (263 m.y.s) en þeir teljast vera hápunktur Undirhlíðanna. Nokkuð sunnar er svo Vatnsskart sem vegurinn til Krýsuvíkur liggur um. Af Háuhnúkum er haldið niður af þeim til austurs og er þá komið niður í Breiðdal. Um Breiðdal liggur gömul þjóðleið til Krýsuvíkur, s.k. Dalaleið sem liggur líka um Slysadal og Kjóadal. Verður þessi þjóðleið þrædd þangað sem gangan hófst.
Þetta er ekki erfið ganga, raunhækkun rétt um 100 metar. Að mestu er gengið eftir móbergsklöppum og melum, en vegslóði liggur um Breiðdal, Slysadal og Kjóadal.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/

http://www.ferlir.is/?id=7328
http://www.ferlir.is/?id=4187
http://www.ferlir.is/?id=7140