Heiti ferðar:
Reykjafell við Hveradali
Dagsetning:
17. apríl 2013
Vegalengd (áætl.):
5 kílómetrar
Tími (áætl.)
2-3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Suðurlandsveginum að Skíðaskálanum í Hveradölum og fótunum þar sleppt lausum.

Gengið austur með Reykjafelli (514 m.y.s.) eftir vegaslóða, að Eldborg og að Gígum. Eldborg og Gígar eru hluti af sprungurein sem s.k. Kristnitökuhraun rann úr á sínum tíma, bæði til austur og vesturs. Eitthvað af Gígum hefur verið mokað burtu í tímans rás og notað til uppfyllingar, þ.a. þeir hafa látið á sjá. Orkuveitan hefur einnig mikil umsvif á svæðinu sem kunnugt er og víða má sjá merki þess. Við Eldborg er stefnan tekin til norðurs og vegslóðanum fylgt þar sem hann sveigir í átt að Reykjafelli. Haldið upp á Reykjafellið og gengið suður eftir því í smá sveig umhverfis Stóradal sem gengur inn í fellið. Á hentugum stað er haldið niður af Reykjavelli niður í Stóradal og þaðan þangað sem gangan hófst.

Þetta er ekki erfið ganga, lítilsháttar hækkun og örlítið upp og niður.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/