Heiti ferðar:
Sveifluháls-Hellutindar
Dagsetning:
24. apríl 2013
Vegalengd (áætl.):
7 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir veginum til Krýsuvíkur að Vatnsskarði, skömmu eftir að slitlagið tekur enda, og bílunum lagt þar. Stefnan síðan tekin til suðurs eftir Sveifluhálsi.

Sveifluháls er um 15 km. langur móbergshryggur og varð til við gos undir jökli á síðustu íslöld. Hálsinn rís hæst við Miðdegishnúk, 394 m.y.s. Stapatindar og Hellutindar eru heldur lægri, en áberandi þó.

Gangan hefst sem fyrr segir í Vatnsskarði og við tekur róleg hækkun til suðurs. Hálsinn er ósköp berangurslegur á þessum slóðum og gróðursnauður. Vegaslóði liggur eftir hálsinum sem aðallega er notaður af einstaklingum á torfæruhjólum. Þessum vegslóða fylgt sem kostur er en annars er farið eins mikið beint af augum og hægt er. Eftir því sem sunnar dregur verða veðursorfnir móbergsklettar meira áberandi og geta þeir tekið á sig allskonar myndir. Þegar Hellutindum (364 m.y.s.) hefur verið náð verður haldið aðeins lengra suður af og haldið niður á við á móts við Innristapa. Innrostap er mónbergshöfði sem gengur út í Kleifarvatn. Þaðan verður svo haldið niður að vatninu og gengið eftir fjörunni og síðan með Sveifluhálsinum að Vatnsskarði þar sem gangan hófst.

Þetta er ekki svo ýkja erfið ganga, lítilsháttar príl gæti verið á köflum, róleg hækkun og nokkuð snarpari lækkun. Göngufæri að mestu melar og móbergsskriður, með kanski lítilsháttar príli í bland.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.ferlir.is/?id=6688