Heiti ferðar:
Stórihrútur við Fagradalsfjall
Dagsetning:
01. maí 2013
Vegalengd (áætl.):
8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 10:00, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Fyrir norðaustan Grindavík er fjalllendi með mörgum fjöllum af öllum stærðum og gerðum. Á kortum er það merkt mjög greinilega sem Fagradalsfjall en það fjall má telja sem kjarnann í þessu fjalllendi. Þau fjöll sem ganga út úr því bera einnig sín eigin nöfn.

Fagradalsfjall er myndað við gos undir jökli og flokkast undir s.k. stapa því gosið hefur á endanum náð upp úr íshellunni og náð að mynda hraun. Megingígurinn er nyrst á fjallinu þar sem það rís hæst (391 m.y.s). Þaðan hefur svo hraunið runnið til suðurs og er fjallið um 100 metrum lægra þar.

Gangan hefst við fjallið Slögu. Meðfram því liggur vegslóði sem hugsanlega er hægt að aka áleiðis inn í Nátthaga. Gengið verður upp Langahrygg og eftir honum og endað uppi á Stóra-Hrúti (353 m.y.s). Stóri-Hrútur sést frá höfuðborgarsvæðinu bera rétt austan við Keili. Eftir að Stóri-Hrútur hefur verið toppaður er haldið niður í Nátthaga og Drykkjarsteinsdal og að bílunum.

Nokkur flugslys urðu í Fagradalsfjalli í seinni heimsstyrjöldinni og skal hér minnst á tvö þeirra. Þann 2. nóvember 1941 fórst stór amerískur flugbátur af gerðinni Martin PBM-I Mariner við Langahrygg. Einhverjar leyfar er af flakinu eru á slysstaðnum enn þann dag í dag. Allir um borð fórust, 12 manns. Þetta varð mesta flugslys sem hafði orðið á Íslandi til þessa dags.

Þann 3. maí 1943 gerðist sá atburður við Fagradalsfjall að bandarísk herflugvél með Frank. M. Andrews æðsta manni herafla Bandaríkjanna í Evrópu fórst á Fagradalsfjalli eftir að hafa villst af leið í aðflugi til Reykjavíkur. Allir sem um borð voru, 14 manns, fórust. Sá sem tók við af Andrews hershöfðingja sem yfir maður herafla bandabanna í Evrópu var kallaður Ike og bar eftirnafnið Eisenhower. Hann átti eftir að gera garðinn frægan á vígvellinum og utan hans.

Nokkuð greiðfært er til göngu á svæðinu. Einhverjar skriður og klettar verða á leiðinni, en ekkert sem búast má að verði til vandræða. Raunhækkun er um 250 metar..

Til upplýsinga má benda á fróðlega lesningu um þetta svæði í Árbók Ferðafélags Íslands 1984, Reykjanesskagi vestan Selvogsgötu, bls. 72-75.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
http://www.ferlir.is/?id=5640