Heiti ferðar:
Geitafell
Dagsetning:
08. maí 2013
Vegalengd (áætl.):
11-12 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Suðurlandsveginum og svo eftir Þrengslaveginum áleiðs til Þorlákshafnar. Þegar fer að halla undan blasir Geitafell (509 m.y.s.) við vegfarendum, láti þeir á annað borð augun hvarfla um nágrennið enda stendur það eitt og sér upp úr flatlendinu í næsta nágrenni. Fell þetta hefur haft aðsetur þarna síðustu árþúsundin suðaustan í Heiðin Há.

Lagt verður upp frá malarnáminu í Litla-Sandfelli og gengið þaðan yfir móa og mosa í átt að Geitafelli. Þar sem verður farið upp er nokkuð bratt en skánar strax þegar upp er komið. Niðurleiðin verður öll undan fæti og ekki mjög brött. Haldið verður nokkuð til suðvesturs niður í Kálfahvamm og á Selsvelli. Þaðan verður haldið austur með fjallinu og beint yfir sléttuna að Litla-Sandfelli þar sem gangan hófst.

Þetta er ekki mjög erfið ganga. Raunhækkun er um 280 metar. Nokkuð bratt er þar sem farið verður upp en að öðru leiti frekar þægilegt göngufæri eftir grónum móum og hrauni.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/