Heiti ferðar:
Selatangar
Dagsetning:
15. maí 2013
Vegalengd (áætl.):
9-10 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Krýsuvíkurveginum alla leið að Suðurstrandarveginum. Þar er beygt til hægri og ekið eftir honum til vesturs allt að skilti sem á stendur Selatangar. Þar hefst gangan.

Tæplega 2 km. gangur er niður að sjó og að hinu gamla verbúðaplássi Selatöngum. Það er ljóst þegar niður á Selatanga er komið að þar hefur verið þónokkur mannabyggð, þó einungis rústir beri þess vitni í dag. Ætla má að elstu rústirnar séu um tveggja alda gamlar. Skálholtsstóll hafði mikið útræði frá Selatöngum, með hléum, allt fram á síðari hluta 19. aldar er þær lögðust alveg af. Básendaflóðið 1799 gekk nærri útræði frá Selatöngum og þeirri byggð sem þar er. Önnur stórflóð í tímas rás hafa einnig tekið sinn toll.

Fyrir vestan Selatanga er Katlahraun sem rann fyrir um 2000 árum og náði í sjó fram. Hraunið er komið úr gígum sem kallast Moshólar. Megingígurinn þar var það sem kallast á jarðfræðingamáli "þverskorinn gjall og klepragígur" og þótti vera einsdæmi í heiminum. Vegagerðamenn sáu þá annan feng í gígnum og notuðu hluta hans til vegagerðar. Neðst í Katlahrauni eru mikil jarðföll sem vert er að skoða og svo Ketillinn sem er steindrangi sem nokkuð ber á.

Eftir að hafa gengið vestur með Katlahrauni og skoðað það sem fyrir augu ber, verður snúið við og haldð sömu leið til baka, gengið austur fyrir Selatanga og skoðað hvað þar ber fyrir augu. Síðan verður reynt að finna gömlu götuna niður á Selatanga sem á að liggja með hraunjaðri Ögmundarhrauns og hún gengið þangað sem gangan hófst.

Þetta er ekki erfið ganga og hækkun og lækkun er í lágmarki. Að mestu verður gengið í hrauni og sandi.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/
www.ferlir.is/?id=10006
http://www.ferlir.is/?id=3329