Heiti ferðar:
Skálafell á Hellisheiði
Dagsetning:
22. maí 2013
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Stefnan tekin eftir Suðurlandsveginum upp á Hellisheiði. Skammt fyrir ofan Hveradalabrekkuna er farið út af veginum til hægri við skilti sem vísar inn að Hverahlíð. Ekið eftir honum eins langt og hægt er að komast.

Skálafell (547 m.y.s.) á Hellisheiði er frábært útsýnisfjall enda rýs það hátt upp af hálendisbrúninni og sést víða að. Gangan hefst undir Hverahlíð og þarf að byrja á því að fara upp hana sem er u.þ.b. 100 metra hækkun. Eftir það er frekar auðveld ganga að Skálafelli, yfir móa og mela. Stefnan er tekin á norð-austur öxlina og svo upp eftir henni. Með því fæst nokkuð aflíðandi ganga upp á topp fjallsins. Áfam verður svo haldið suð-vestur af því og niður Tröllahlíð og Trölladal. Stefan svo tekin norður eftir Hverahlíð þangað sem gangan hófst.

Þetta er ekki svo ýkja erfið ganga. Raunhækkun er um 200 metrar. Göngufæri er yfir móa og mela.

 

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/