Heiti ferðar:
Vífilsfell frá Bláfjallavegi
Dagsetning:
29. maí 2013
Vegalengd (áætl.):
7-8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4-5 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður fótabúnaður,göngustafir og skjólfatnaður.
Lýsing:


Ekið eftir Suðurlandsveginum og svo áleiðs upp í Bláfjöll. Rétt fyrir neðan "Stóru brekkuna" er farið út af veginum til vinstri og inn á vegaslóða sem liggur inn að Vífislfellshlíð. Þar fyrir ofan, við ystu mörk Reykjavíkur, gnæfir fell eitt mikill er kennt er við Vífil, ábúanda á Vífilsstöðum sem er hinn sami Vífill og landnámsmaðurinn Ingólfur sonur Arnar sendi við annann mann að leita að trjádrumbum, öndvegissúlum, þeim er hann varpaði í hafið o.s.frv. Allir vita svo hvernig sú saga endaði. Í framhjáhlaupi má geta þess að Vífill þessi ku hafa skokkað upp á Vífilsfell (563 m.y.s.) á hverjum morgni til að gá til veðurs, áður en hann réri til fiskjar. Geri aðrir betur.

Gangan hefst undir Vífilsfellshlíð og henni fylgt til suðurs þar til dalverpi opnast á vinstri hönd og þar verður haldið upp á við. Nokkuð bratt er upp og verður mest af hækkuninni tekin í þessari brekku. Þegar henni líkur tekur við nokkuð aflíðandi hækkun upp á Vífilsfellið sjálft. Rétt fyrir neðan toppinn hefur verið komið fyrir keðju til að auðvelda mönnum prílið upp móbergskletta sem verða á veginum. Þegar upp er komið er fallegt og gott útsýni í allar áttir, nema e-ð skyggi á. Uppi á toppi er hringsjá sem Ferðafélag Íslands lét koma þar fyrir um 1940 og má með aðstoð hennar átta sig á kennileitum í nágrenninu, nær og fjær.

Þegar haldið verður niður af Vífilsfelli er farið sömu leið niður keðjuna fyrrnefndu, en síðan haldið til norðurs og þar niður slétta móbergskletta niður á Vífilsfellsöxl. Þar verður sveigt heldur til vesturs farið niður með Vífilsfellinu þar sem hamrarnir gnæfa yfir höfði göngufólks. Farið er niður nokkuð bratta skriðu niður á jafnsléttu og svo haldið til suðurs upp með hlíðinni þangað sem gangan hófst.

Þetta er fjallganga, raunhækkun er um 300 metrar, svolítið bratt á köflum, smá príl, klettar og skriður.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/