Heiti ferðar:
Undir hlíðum Helgafells og Undirhlíða
Dagsetning:
02. apríl 2014
Vegalengd (áætl.):
8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir Kaldárselsvegi upp í Kaldársel þar sem gangan hefst.

Gengið eftir slóðanum að Helgafelli og yfir skarðið milli Helgafells og Valahnúka. Þegar yfir skarðið er komið er farið til suðurs meðfram hlíðum Helgafells og svo vestur fyrir það. Þegar slóðinn fer stefna norður með Helgafelli er farið til vinsti og yfir hraunið þar sem það er hvað mjóst. Þá er haldið milli hrauns og hlíða til vesturs spottakorn og svo yfir Undirhlíðar og fundin góð leið niður í Stóra-Skógarhvamm, þar sem er fyrirtaks nestisstæði í skjólgóðu skógarrjóðri.

Eftir drekkutímann er haldið með Undirhlíðum að Kaldárseli þar sem gangan hófst.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/