Heiti ferðar:
Rjúpnadalir-Sandfell-Rjúpnadalahnúkar
Dagsetning:
09. apríl 2014
Vegalengd (áætl.):
8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Kirkjugarðinn í Hafnarfirði (við gömlu Reykjanesbrautina) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir suðurlandsveginum áleiðis upp í Bláfjöll. Skammt fyrir neðan stóru brekkuna fyrir ofan Sandskeið verður látið staðar numið og land lagt undir fót.

Gangan hefst á því að gengið verður í vestur um Rjúpnadali, undir Rjúpnadalahnúkum, að skarðinu milli Sandfells og Selfjalls. Þar verður gengið fyrir Sandfellið og stefnt upp á það. Af toppi Sandfells er svo gengið austur eftir Rjúpnadalahnúkum og niður stóru brekkuna þangað sem gangan hófst.

Göngufæri er svona nokkuð í bland, móar, melar, hraun og mosi með drullubaði í bland.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/