Heiti ferðar:
Flatafell og Helgufoss
Dagsetning:
16. apríl 2014
Vegalengd (áætl.):
9 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Select við Vesturlandsveg (vestanmegin) kl. 18:30 stundvíslega

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Brunað eftir Vesturlandsveginum og upp Mosfellsdal að Gljúfrasteini þar sem gangan hefst.

Gengið er frá bílastæðinu yfir gömlu brúnna á Köldukvísl og svo svo upp með kvíslinni að sunnanverðu og vegaslóðum fylgt að rótum Flatafells (400 m.y.s). Þar verður leiðin þrædd í gegnum Dalhóla og upp á fellið, sem er eins og nafnið gefur til kynna, frekar flatt að ofan. Gengið austur eftir fellinu þar til komið á móts við Helgufoss og þar láta menn sig húrra niður.

Helgufoss er fallegur foss í Köldukvísl sem fellur fram af smá bergbrún sem myndar fallegan hvamm í landslaginu. Skammt þar fyrir ofan er eyðibýlið Bringur sem kemur við sögu í bókinni Í túninu heima, eftir Halldór Laxness. Einnig kemur býlið við sögu í miklum harmleik á Mosfellsheiði árið 1857.

Leiðin verður svo þrædd til baka niður með Köldukvísl og að Gljúfrasteini þar sem gangan hófst.

Göngufæri er aðalega vegslóðar og móar.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/