Heiti ferðar:
Umhverfis Geitafell
Dagsetning:
23. apríl 2014
Vegalengd (áætl.):
13 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir Suðurlandsveginum og svo eftir Þrengslaveginum áleiðs til Þorlákshafnar. Þegar fer að halla undan blasir Geitafell (509 m.y.s.) við vegfarendum, láti þeir á annað borð augun hvarfla um nágrennið enda stendur það eitt og sér upp úr flatlendinu í næsta nágrenni. Fell þetta hefur haft aðsetur þarna síðustu árþúsundin suðaustan í Heiðin Há.

Lagt verður upp frá malarnáminu í Litla-Sandfelli og gengið þaðan yfir móa og mosa í átt að Geitafelli. Gengið verður réttsælis í kringum fellið og er því stefnt suður með því. Þegar leiðin liggur norður í mót er gengið á mót hækkandi landi sem kann að skýrast af því að Geitafell kúrir utan í Heiðin há. Fyrir norðan fellið er gengið eftir grónu sléttu landi.

Þetta er nokkuð löng ganga. Göngufærið er aðallega gróið land, en á þessum árstíma (apríl) gæti verið e-r snjór á leiðinni. Mesta hækkun er um rúmlega 100 metrar

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/