Heiti ferðar:
Draumadalagil - Draumadalur
Dagsetning:
30. apríl 2014
Vegalengd (áætl.):
8 kílómetrar
Tími (áætl.)
4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir suðurlandsveginum áleiðis upp í Bláfjöll og langleiðina að skíðasvæðinu. Skammt fyrir neðan veginn upp í Eldborgargil, gengt Eldborg, verður látið staðar numið.

Fjölmörg gil eru í Bláfjöllum og heita þau flest eitthvað eins og vera ber. Þar sem er gil, þar rennur vatn, en þó ekki alltaf. Um þessi gil rennur vatn nánast eingöngu í leysingum og svo ekki söguna meir. Fyrir ofan Draumadalagil er Draumadalur, en þar reistu sex gallvaskir ungir menn lítinn skíðaskála um 1940. Leiðin að honum lá upp úr Jósepsdal, um Bláfjallagil og "Gullna hliðið" enda var skíðaskálinn kallaður Himnaríki. Sá skáli stórskemmdist í í ofviðri 1948. Ekki létu menn deigan síga við þetta, heldur hófust handa við byggingu á nýjum skála sem tekinn var í notkun 1951. Sá skáli hlaut sömu örlög í ofviðri árið 1970.

Á bakaleiðinni verður farið að Bláfjallagili, en farið niður ónefnt gil eða skorning gengt því.

Þetta er smá fjallganga og væntanlega verður töluverður snjór á leiðinni þ.a. þungt gæti verið undir fæti.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/