Heiti ferðar:
Lakahnúkar - Stóra-Sandfell
Dagsetning:
7. maí 2014
Vegalengd (áætl.):
8 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir Suðurlandsveginum að Hveradölum. Þar er farið út af veginum, gengt Skíðaskálanum, til hægri og látið staðar numið þar.

Gangan hefst við rætur Hellisheiðar, í litlum dalkrók. Þarna er m.a. skátaskáli og skemma á vegur Vegagerðarinnar sem og aðstaða vegna framkvæmda við breikkunar á veginum yfir Hellisheiði. Gengið er inn þennan dalkrók og upp úr honum. Land fer nú e-ð hækkandi enda Hellisheiðin framundan. Á þessum slóðum er mikið af sprungum sem tilheyra sprungukerfi Hengilsvæðisins. Það er á þessu svæði sem allt fer af stað þegar jörð skelfur á þessum slóðum. Þarna eru líka gígar og eldsprungur sem hafa mátt muna fífil sinn fegurri. Orkuveitan hefur farið þarna um þetta svæði með sínum tólum og tækjum.

Lakahnúkar eru nú framundan og verður gengið um þá. Blasir þá Stóra-Sandfell (430 m.y.s.) við, söndugt og eyðilegt og er förinni heitið þangað um Lakadal. Það er eins og nafnið gefur til kynna sandhaugur og móberg. Það er aflíðandi uppgöngu.

Af Stóra-Sandfelli verður förinni heitið nokkuð til vesturs og gengið meðfam Stóra-Meitli og svo haldið nokkuð til norður með stefnu á Hveradali þar til komið verður þangað sem gangan hófst.

Göngufæri er aðalega í grónu landi, móar og eittvað hraun. Stóra-Sandfell er auðvelt uppgöngu.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/