Heiti ferðar:
Kerlingahnúkur í Bláfjöllum
Dagsetning:
16. maí 2014
Vegalengd (áætl.):
6 kílómetrar
Tími (áætl.)
3-4 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Bílastæðið við Olís í Norðlingaholti (austanmegin) kl. 18:30, stundvíslega.

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið eftir suðurlandsveginum áleiðis upp í Bláfjöll og að skíðaskála Fram í Eldborgargili.

Ekki má ólíklegt teljast að Eldborgargil dragi nafn sitt af Eldborg í Bláfjöllum sem stendur gengt því handan Bláfjallavegar. Í Eldborgargili er formlegur heimavöllur Skíðadeildar Fram. Einhverjar lyftur eru þar sem heita þeim skemmtilegu nöfnum, Kolbeinn kafteinn, Vandráður, Tinni og Tobbi. Skíðaskálinn sem þar stendur heitir Eldborg. Ekki er ljóst hvenær þær snérust síðan heilan snúning.

Leiðin liggur upp Eldborgargil og upp á Bláfjallahrygginn. Honum fylgt langleiðina að Hákolli þar sem sveigt verður meira til austur og haldið niður á við og gengið yfir ásana sem loka smá dalverpi mót norðri og yfir á Kerlingahnúk (650 m.y.s) sem er hæstur þessara ása. Í dalverpinu fyrir neðan liggur hluti af Reykjaveginum um. Á veturnar er svo lögð skíðagöngubraut um þetta svæði. Af Kerlingahnúk er stefna tekin til vesturs á endann á Bláfjöllunum og haldið svo norður eftir Bláfjallahryggnum fyrir ofan skíðasvæðið í Suðurgili og Kóngsgili og haldið niður gilið þar sem skíðalyftan Vandráður er.

Þetta er smá fjallganga og væntanlega verður töluverður snjór á leiðinni þ.a. þungt gæti verið undir fæti.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/