Heiti ferðar:
Stóröxl
Dagsetning:
4. júní 2014
Vegalengd (áætl.):
7 kílómetrar
Tími (áætl.)
3 klukkustundir
Stefnumótsstaður:

Þjónustustöð Select við Vesturlandsveg (að vestanverðu) kl. 18:30

Búnaður:
Nesti, góður skóbúnaður og skjólfatnaður.
Lýsing:

Ekið sem leið liggur eftir Vesturlandsvegi, upp Mosfellsdal og eftir Þingvallaveginum upp á Mosfellsheiði. Þar vegurinn liggur hvað hæst er beygt til vinstri niður Kjósaskarðsveg og sveigt út af honum til hægri við skilti sem vísar að Stíflisdal. Ekið eftir veginum fyrir Stíflisvatn og þangað sem gangan hefst.

Gangan hefst skammt fyrir vestan bæjarstæðið að Stíflisdal og skal haldið til vestur upp Nónás og þaðan áfram fram á Stóröxl (363 m.y.s.). Á leiðinni þarf að fara upp fyrir Sköflungagil. Af Stóröxl er haldið nokkuð bratt niður á Selflatir að Þórufossi í Laxá sem rennur þarna um. Fossinn er um 18 metra hár og nokkuð tilkomumikil þar sem hann fellur ofan í smá gljúfur. Ekkert ber á honum frá Kjósarskarðsveginum og þarf að ganga spottakorn til að berja hann augum. Áfram er svo gengið upp með Laxá allt að upptökum í Stíflisdalsvatni og þaðan þangað sem gangan hófst.

Þetta er nokkuð þægileg ganga, raunhækkun um 200 metar. Göngufæri er að mestu gróið heiðarland og móar.

Kort:
Heimildir:

www.ja.is/kort
http://atlas.lmi.is/ornefnasja/